Viltu ganga til liðs við góðan hóp hjá Skattinum?

Mynd af starfsmönnum Skattsins

Starf Umsóknarfrestur Hvar
/ Tollverðir í Keflavík - lifandi störf í litríku umhverfi 27.05.2024 RSK Tollgæsla - Keflavíkurflugvöllur

Tollverðir í Keflavík - lifandi störf í litríku umhverfi

Stöður tollvarða í Keflavík eru lausar til umsóknar hjá Skattinum - Tollgæslu Íslands. Störf tollvarða eru fjölbreytt og lifandi sem henta traustu og ábyrgu fólki af öllum kynjum. 

Reynsla og þekking úr öðrum störfum nýtist vel í starfi tollvarða. Háskólamenntun er einnig eftirsóknarverð þar sem í mörgum verkefnum er áhersla á greiningarhæfni, talnalæsi, tölfræði, skýrslugerð og tölvufærni.

Í tengslum við ráðningu tollvarða þurfa umsækjendur að þreyta inntökupróf/líkamsgetupróf en gert er ráð fyrir að prófin fari fram í Hafnarfirði í viku 23 (3. - 7. júní) en nánari tímasetning verður gefinn upp um leið og umsóknarfrestur rennur út. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér nánari upplýsingar um prófið á vefslóðinni Inntökupróf | Skatturinn - skattar og gjöld.

Tollgæslan sér um eftirlit með inn- og útflutningi vara samkvæmt tollalögum. Eftirlitinu er ekki eingöngu framfylgt til að innheimta tolla og gjöld af vörum heldur einnig til þess að framfylgja öryggisráðstöfunum, umhverfissjónarmiðum, neytendavernd, hugverkarétti, menningar- og náttúruvernd.

Tollgæslan hefur eftirlit og stöðvar ólöglegan innflutning fíkniefna og annan ólöglegan innflutning. Tollgæslan hefur samvinnu í slíkum málum við lögreglu, landhelgisgæsluna og aðrar viðeigandi ríkisstofnanir.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining á áhættu í vöru- og farþegaflæði og úrvinnsla gagna.
  • Sérhæfðar leitir m.a. með gegnumlýsingarbúnaði, svo sem í farangri og í vörusendingum.
  • Almennt tolleftirlit á vettvangi svo sem í flugstöð, flugvélum, vöruhúsum og á hafnarsvæðum. 

Hæfnikröfur

  • Stúdentspróf eða menntun sem má meta til jafns við það.
  • Greiningarhæfileikar.
  • Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
  • Gott andlegt og líkamlegt atgervi.
  • Samviskusemi, nákvæmni og traust vinnubrögð.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Íslenskur ríkisborgararéttur.
  • Almenn ökuréttindi.
  • Hreint sakavottorð.

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Vaktavinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið: Önnur störf
  • Launaskilmálar: Tollvarðafélag Íslands

Umsækjendur um störf tollvarða þurfa auk ofangreinds að hafa náð 20 ára aldri sem og að geta framvísað hreinu sakavottorði.

Ferilskrá þarf að fylgja, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir svo umsókn teljist fullnægjandi. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 

 

Nánari upplýsingar veitir

RSK Tollgæsla - Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvelli

/ Störf hjá Skattinum 03.12.2024 RSK Ríkisskattstjóri (09210)

Störf hjá Skattinum

Hér er hægt að skrá almenna umsókn fyrir ýmis störf hjá embættinu. Almennum starfsumsóknum er ekki svarað sérstaklega og þær hverfa úr kerfinu eftir 6 mánuði. Vinsamlegast skráið sérstakar óskir varðandi starf eða staðsetningu í reitinn "annað sem þú vilt taka fram" í umsókn. Sækja þarf sérstaklega um auglýst störf. Samkvæmt lögum ber ríkisstofnunum að auglýsa laus störf. Undanþágur frá auglýsingaskyldu eru takmarkaðar við ráðningar til skemmri tíma en tveggja mánaða, afleysingar sem vara skulu skemur en 12 mánuði og ráðningar í störf sem auglýst hafa verið með opinni auglýsingu innan s.l. 6 mánaða.

Helstu verkefni og ábyrgð

Mismunandi eftir störfum.

Hæfnikröfur

Mismunandi eftir störfum.

Frekari upplýsingar um starfið

  • Vinnutími: Dagvinna
  • Starfshlutfall: 100%
  • Starfssvið: Önnur störf
  • Launaskilmálar: viðkomandi stéttarfélags

Mismunandi eftir störfum.

Nánari upplýsingar veitir

RSK Ríkisskattstjóri (09210)

Laugavegur 166



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum