Virðisaukaskattsskrá

Þeim sem eru að hefja virðisaukaskattsskyldan atvinnurekstur, er skylt að tilkynna um það skriflega til ríkisskattstjóra, eigi síðar en 8 dögum áður en starfsemi hefst. Sameiginleg tilkynning er fyrir virðisaukaskattsskrá og launagreiðendaskrá staðgreiðslu á þjónustuvef Skattsins. Ríkisskattstjóri úthlutar þá umsækjanda virðisaukaskattsnúmeri sem hann notar í rekstri sínum.

Þeir sem eru í virðisaukaskattsskyldum rekstri eiga að innheimta og skila virðisaukaskatti af allri sölu sinni og afhendingu á vörum og verðmætum, vinnu og þjónustu.

Undanþegið virðisaukaskatti

Í lögum um virðisaukaskatt kemur fram hvaða velta er undanþegin skattinum (12. gr.) og hvaða starfsemi er ekki virðisaukaskattskyld (2. gr.). Sjá tengla í ítarefni.

Þeir sem selja vörur eða þjónustu fyrir minna en 2.000.000 kr. (án VSK.) á sérhverju tólf mánaða tímabili þurfa ekki að innheimta virðisaukaskatt og þar að leiðandi ekki að skrá sig og sækja um virðisaukaskattsnúmer. Þessi undanþága er valkvæð. Kjósi aðili með veltu undir 2.000.000 kr. á ári að tilkynna sig til skráningar á virðisaukaskattsskrá þá skal hann innheimta virðisaukaskatt af sölu, annars ekki.

Kjósi aðili að standa utan virðisaukaskattsskrár verður hann virðisaukaskattsskyldur fari veltan yfir 2.000.000 kr. markið. Hann verður tilkynningar- og skráningarskyldur þegar honum má vera ljóst að sala muni ná 2.000.000 kr. markinu á 12 mánaða tímabili. Hér er ekki átt við almanaksárið.

Skil á rekstrarári

Gjalddagi, sem er jafnframt eindagi, er 5. dagur annars mánaðar eftir lok tímabilsins. Fyrir fyrsta tímabilið (jan/feb) er hann 5. apríl, þá 5. júní o.s.frv.

Árið gert upp - framtalsskil

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum