Tekjufallsstyrkir

Tekjufallsstyrkir voru til að styðja við rekstraraðila sem urðu fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um þá gilda lög 118/2020, um tekjufallsstyrki. Markmið þeirra var að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum.

Þeir einstaklingar og lögaðilar sem stunduðu atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi sem hófst fyrir 1. apríl 2020 og urðu fyrir a.m.k. 40% tekjufalli, sem rekja mátti til heimsfaraldurs kórónuveiru, áttu rétt á tekjufallsstyrk úr ríkissjóði að uppfylltum ýmsum skilyrðum. 

Stofnanir, byggðasamlög og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga gátu ekki sótt um tekjufallsstyrk.

Umsóknarfrestur var til 1. maí 2021 og er því ekki lengur unnt að sækja um þennan styrk. 

Information in English 
Informacje w języku polskim

.

Frumskilyrði

1. Umsækjandi þarf að bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi

2. Atvinnurekstur eða sjálfstæð starfsemi

Nánari skilyrði fyrir tekjufallsstyrk

Rekstraraðili sem uppfyllir öll eftirtalin skilyrði á rétt á tekjufallsstyrk úr ríkissjóði samkvæmt umsókn þar um.

40% tekjufall rakið til kórónuveirufaraldurs

Ekki í vanskilum með opinber gjöld og gögnum skilað

Ekki gjaldþrotaskipti eða slit

.

Kæruréttur

Unnt er að kæra niðurstöðu Skattsins um tekjufallsstyrk til yfirskattanefndar. Um kærufrest og málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum laga um yfirskattanefnd.

Veittur stuðningur

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Leiðbeiningar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum