Leigutekjur

.

Almennt

Tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis, frístundahúsnæðis eða annars húsnæðis eru skattlagðar sem atvinnurekstrartekjur. 

Frá þessu eru þrjár undantekningar og ef þær eru uppfylltar teljast tekjurnar til fjármagnstekna utan rekstrar. 

  1. Um sé að ræða útleigu á íbúðarhúsnæði sem fellur undir húsaleigulög, enda eru útleigðar íbúðir ekki fleiri en tvær.
  2. Um sé að ræða tekjur af útleigu á íbúðarhúsnæði sem fellur undir húsaleigulög og húsnæðið var til eigin nota leigusala en hann leigir sjálfur annað íbúðarhúsnæði til eigin nota. Við þessar aðstæður er heimilt að draga leigugjöld frá leigutekjum (leiga á móti leigu).
  3. Um sé að ræða útleigu sem telst vera heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald að uppfylltum þeim skilyrðum sem þar koma fram.

Leigutekjur sem falla undir framangreindar þrjár undantekningar sem og leigutekjur af lausafé eða eignaréttindum sem ekki tengjast atvinnurekstri eru skattlagðar samkvæmt skattframtali og teljast til fjármagnstekna. Skatturinn er alfarið greiddur eftirá og tekur mið af fjármagnstekjuskattshlutfalli. Ekki er heimilaður frádráttur á móti leigutekjum og eru því brúttótekjur skattlagðar (að teknu tilliti til frítekjumarks vegna útleigu á íbúðarhúsnæði sem fellur undir húsaleigulög).

Leigutekjur vegna íbúðarhúsnæðis sem ekki tengist atvinnurekstri skal færa á eyðublað RSK 3.25 með skattframtali og þaðan færist niðurstaðan í reit 510 í kafla 3.7 á fjármagnstekjuhlið framtalsins.  Leigutekjur af útleigu annarra eigna sem ekki tengjast atvinnurekstri, þ.m.t. leigutekjur vegna lausafjármuna, skal færa í reit 511 í kafla 3.7 á framtali, ásamt skýringu á um hvaða leigutekjur er að ræða.

Hafa skal hugfast að sé fasteign leigð undir atvinnurekstur er ætíð um atvinnurekstrartekjur að ræða.

Tekjur af útleigu íbúðarhúsnæðis

Leiga á móti leigu

Frítekjumark vegna leigutekna af íbúðarhúsnæði

Heimagisting - Airbnb og sambærileg útleiga

Tekjur einstaklinga af heimagistingu eru annað hvort skattlagðar sem atvinnurekstrartekjur eða fjármagnstekjur. Meginreglan er að skattleggja þær sem atvinnurekstrartekjur. 

Ef öll eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt eru tekjurnar skattlagðar sem fjármagnstekjur.

  • Útleigan telst heimagisting samkvæmt lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
  • Útleigan hefur verið tilkynnt sýslumanni og fengið skráningarnúmer.
  • Heildarfjárhæð leigutekna viðkomandi af heimagistingu á tekjuárinu er að hámarki 2.000.000 kr.

Ef hið útleigða húsnæði er í eigu fleiri en eins einstaklings þarf að taka tillit til heildarleigutekna allra eigenda og fari þær samtals yfir 2.000.000 kr. á tekjuárinu skal fara með útleiguna eins og atvinnurekstrartekjur hjá þeim öllum.

Nemi heildarfjárhæð leigutekna hærri fjárhæð en 2.000.000 kr. á tekjuárinu eða ef sýslumaður fellir niður skráningu heimagistingar eru allar leigutekjur ársins skattlagðar sem atvinnurekstrartekjur.

Skráning á vefsíður svo sem Airbnb og Booking

Algengt er að þau sem bjóða upp á heimagistingu komi eignum sínum á framfæri á síðum eins og Airbnb, Booking, Bungalo og Homeaway. Það hefur ekki áhrif á það í sjálfu sér hvort telja skuli tekjurnar fram sem fjármagnstekjur eða tekjur af atvinnurekstri.

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Einu sinni var...

Annað

.

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum