Aðrar tekjur

Lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, aðrar bótagreiðslur og styrkir teljast til skattskyldra tekna. Sama á við um ýmsar aðrar greiðslur að hluta eða öllu leyti, s.s. barnsmeðlög sem eru umfram fjárhæð tvöfalds barnalífeyris, björgunarlaun, framfærslulífeyri frá fyrrverandi maka að því leyti sem hann er umfram lágmarksellilífeyri, fæðingarstyrk, gjafir sem eru umfram verðmæti sem almennt gerist um tækifærisgjafir, höfundarlaun og sjúkra- og slysadagpeninga ef ekki er kveðið sérstaklega á um annað í lögum.  Á þessar tekjur er lagður tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum.

Frá og með 1. janúar 2020 teljast greiðslur til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa vegna síðari afnota eftir að verk hefur verið gert aðgengilegt almenningi, birt eða gefið út, til fjármagnstekna án nokkurs frádráttar.

Hér er fjallað um ýmsar tegundir af greiðslum, en ekki er um tæmandi upptalningu að ræða.  

Lífeyrisgreiðslur

Allar lífeyrisgreiðslur frá lífeyrissjóðum, þ.m.t. séreignarlífeyrir, teljast til skattskyldra tekna móttakanda og eru skattlagðar miðað við gildandi tekjuskatts- og útsvarshlutfall.

Ef lífeyrir (eftirlaun) er greiddur beint af launagreiðanda fer með þá greiðslu eins og hverja aðra launagreiðslu.

Ef barn hefur misst annað eða bæði foreldri og er skattlagt sérstaklega af öðrum tekjum en launatekjum telst  barnalífeyrir með tekjum barnsins.

Séreignarlífeyrir - viðbótarlífeyrir

Sérstök útgreiðsla úr séreignarsjóðum

Greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins – aðrar bótagreiðslur

Lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins eru skattskyldar tekjur og er lagður á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Sem dæmi um greiðslurnar má nefna dagpeninga, dánarbætur, ellilífeyri, endurhæfingarlífeyri, foreldragreiðslur, heimilisuppbót, maka- og umönnunarbætur, mæðra- og feðralaun, orlofs- og desemberuppbót, sjúkra - og slysadagpeninga, tekjutryggingu, uppbót vegna reksturs bifreiðar, aðrar uppbætur, vasapeninga, örorkulífeyri, örorkustyrk og örorkulífeyri vegna slysa. Sé síðastnefnd greiðsla vegna barna yngri en 16 ára telst hún sem tekjur hjá framfæranda og skiptist þá jafnt ef um hjón eða sambúðarfólk er að ræða.

Um skattfrjálsar greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins er fjallað sérstaklega í kafla um slíkar tekjur.


Aðrar bótagreiðslur

Annað

Ýmsar aðrar greiðslur teljast til skattskyldra tekna og eru þær ekki tæmandi taldar hér.

Gjafir

Gjafavinna - skiptivinna

Skattskyld eigin vinna

Vinningar og verðlaun

Greiðslur vegna NPA þjónustu

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð

Annað


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum