Lifandi dýr, matvæli og plöntur

Ef flytja á inn eða út dýr, plöntur eða jafnvel hluti unna úr afurðum þeirra, þarf að hafa í huga að leyfi getur þurft til flutningsins eða hann verið bannaður. Upplýsingar um inn- og útflutning á plöntum, dýrum og matvælum er að finna hér að neðan.

Lifandi dýr

Ekki má flytja lifandi dýr til Íslands nema að fengnu leyfi Matvælastofnunar, enda sé stranglega fylgt þeim fyrirmælum sem um slíkan innflutning eru sett.

Matvæli

Ferðamenn mega ekki flytja til Íslands kjöt- og mjólkurvörur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Sjá nánar á vef Matvælastofnunar.

Plöntur

Um inn- og útflutning á plöntum og plöntuafurðum gilda meðal annars Lög um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum nr. 51/1981 ásamt breytingu á þeim lögum nr. 59/1990 og Reglugerð nr. 189/1990, með síðari breytingum.

Framandi lífverur

Ef um er að ræða framandi lífverur þá þarf einnig leyfi Umhverfisstofnunar sbr. 63. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.

CITES samningurinn

CITES er samningur um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Markmið samningsins er að vernda tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu með því að stjórna alþjóðlegum viðskiptum með þær.

Á Íslandi eru í gildi: Lög um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, nr. 85/2000 og reglugerð um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, nr. 993/2004.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fer með yfirstjórn CITES samningsins á Íslandi en Umhverfisstofnun veitir leyfi, annast eftirlit o.þ.h. Náttúrufræðistofnun Íslands veitir vísindalega ráðgjöf varðandi greiningu eintaka, verndarstöðu þeirra o.fl.

Sjávarútvegsráðuneytið fer með yfirstjórn mála er varða nytjastofna sjávar, samanber reglugerð nr. 829/2005 um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu.

Þeir sem hyggjast flytja inn eða út tegundir eða afurðir tegunda sem tilgreindar eru í viðaukum reglugerðar, þurfa að sækja um CITES-leyfi hjá Umhverfisstofnun. Sækja þarf um slík leyfi fyrir alla alþjóðlega verslun svo sem inn- og útflutning heildsala, einkaaðila og einnig fyrir flesta minjagripi úr afurðum þeirra tegunda sem ofangreind reglugerð tekur til. Til dæmis þarf leyfi fyrir innflutningi minjagripa úr fílabeini, hvalbeini, rostungstönnum og ýmsum náttúrulyfjum sem innihalda afurðir CITES tegunda.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Stjórnarráðsins

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Lög um náttúruvernd nr. 60/2013

Laga og reglugerðasafn Matvælastofnunar

Lög 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum

Lög 59/1990  um breytingu á lögum nr. 51 29. maí 1981, um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum.

Reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum

Lög 85/2000 um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu

Reglugerð nr. 993/2004 um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu.

Reglugerð nr. 829/2005 um framkvæmd samnings um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu

Nánari upplýsingar

Breyting á innflutningi matvæla sem tók gildi 1. janúar 2020

Um inn og útflutning á vörum, dýrum plöntum o.fl. úr dýra og jurtaríkinu á vef matvælastofnunar

Hér eru upplýsingar um gildandi leyfi, bönn og undanþágur sem skráð eru í tollakerfi.

Samningurinn um alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu (CITES)

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum