Ákvarðandi bréf

Ákvarðandi bréf eru svör ríkisskattstjóra við fyrirspurnum um skattaleg málefni sem borist hafa embættinu og talið er að svörin geti haft almenna skírskotun og þannig átt erindi við fleiri en fyrirspyrjanda. Ákvarðandi bréf á einungis við um það tilvik sem um ræðir hverju sinni og gefur vísbendingar um niðurstöðu í algjörlega sambærilegum málum að óbreyttum lögum og reglum. Í einstaka tilviki eiga ákvarðandi bréf ekki uppruna sinn í fyrirspurnum heldur eru birtar á sama hátt túlkanir ríkisskattstjóra á skattalegum álitaefnum. 


Beinir skattar

Ákvarðandi bréf um beina skatta eru birt allt frá árinu 1999. Bréfin eru tölusett innan hvers árs fyrir sig. Umfjöllunarefni bréfanna er af ýmsum toga en öll varða þau beina skatta, þ.e. skatta sem lagðir eru með beinum hætti á einstaklinga og lögaðila. Sem dæmi um beina skatta má nefna tekjuskatt, útsvar, fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt og fleiri skatta.

Óbeinir skattar

Óbeinir skattar eru þeir skattar sem innheimtir eru í verði á vöru og þjónustu, s.s. virðisaukaskattur. Ákvarðandi bréf um óbeina skatta eru birt allt frá árinu 1999. Bréfin eru í áframhaldandi númeraröð ár frá ári, allt frá upphafi á ritun slíkra bréfa á árinu 1990.  


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum